Grænni penslasápa
Kröftugt svansvottað hreinsiefni fyrir pensla, málningarrúllur og önnur áhöld óhrein af málningu.
Efnið vinnur vel jafnt á akrýl- og olíumálningu og öðrum tegundum málningar og lakks.
Hentar einnig til að þrífa bletti úr fatnaði eða öðru taui ásamt blettum af yfirborðum sem geta óhreinkast við málningarvinnu.
Svansvottun staðferstir hámarks virkni með lágmarks áhrifum á umhverfi og heilsu.
Brotnar auðveldlega niður í náttúrunni.
Engin sterk efnalykt.
Inniheldur umhverfis- og heilsuvæn efnasambönd.
Inniheldur hvorki terpentínu (“white spirit”) né önnur rokgjörn lífræn leysiefni (VOC).
Er ekki eldfim.
Framleidd hérlendis með endurvinnslu úrgangs.
Notkunarleiðbeiningar:
Losið málningu úr pensli/málningarrúllu eins og hægt er áður en þrifið er með efninu.
Gegnvætið pensilinn/málningarrúlluna með efninu, nuddið vel og látið síðan virka í 2-5 mínútur.
Skolið vel með köldu vatni á meðan pensilinn/málningarrúllan er nuddaður/-uð eftir þörfum.
Athugið:
Ráðlegt er að þrífa áhöld strax eftir notkun.
Hafi pensill eða málningarrúlla náð að harðna skal láta áhaldið liggja í efninu í 1-2 daga og þrífa síðan eins og vanalega.
Umhverfisvænn
Penslasápa í mörgum umbúðastærðum
Við seljum Grænni penslasápu í eftirfarandi umbúðastærðum
1 L | 5 L | 20 L | 200 L | 1000 L