Grænni ofna- og grillhreinsir
Sterkt svansvottað hreinsiefni sem vinnur vel á erfiðum óhreinindum eins og viðbrunni fitu og matarleifum í ofnum og ofnskúffum, á grillgrindum, innan í grillum og í steikingarpottum.
Svansvottun staðferstir hámarks virkni með lágmarks áhrifum á umhverfi og heilsu.
Brotnar auðveldlega niður í náttúrunni.
Engin sterk efnalykt.
Inniheldur umhverfis- og heilsuvæn efnasambönd.
Er ekki eldfimur.
Framleiddur hérlendis með endurvinnslu úrgangs.
Notkunarleiðbeiningar:
Ofnar: Sprautið efninu í kaldan ofn og látið það virka í a.m.k. 15 mínútur. Ef um mikil og/eða viðbrunnin óhreinindi er að ræða gæti efnið þurft að standa á í lengri tíma, t.d. yfir nótt. Skrúbbið vel með bursta eða svampi og þvoið síðan vel með heitu/volgu vatni og t.d. tusku til að fjarlægja hreinsiefnið. Eftir þrifin skal hita ofninn í 200°C og láta hann ganga í a.m.k. 20 mínútur til að brenna af hugsanlegar leifar af hreinsiefninu.
Grill og annað: Sprautið á yfirborðið og leyfið því að virka í minnst 15 mínútur. Skrúbbið vel með bursta eða svampi og skolið vel með heitu/volgu vatni til að fjarlægja hreinsiefnið.
Alltaf skal skola efnið vel af yfirborðinu með vatni.
Athugið:
Efnið er alkalískt og getur því valdið þurrki, ertingu eða öðrum skaða á húð og augum. Því er mikilvægt að nota viðeigandi hlífðarbúnað.
Langtímanotkun á yfirborð úr áli og öðrum mjúkmálmum er ekki ráðlögð.