Grænni olíuhreinsir

Kröftugur svansvottaður olíu- og asfalthreinsir fyrir hart yfirborð, gólf, verkfæri, vélar og innanstokksmuni.

  • Svansvottun staðferstir hámarks virkni með lágmarks áhrifum á umhverfi og heilsu.

  • Brotnar auðveldlega niður í náttúrunni.

  • Engin sterk efnalykt.

  • Inniheldur umhverfis- og heilsuvæn efnasambönd.

  • Inniheldur hvorki terpentínu (“white spirit”) né önnur rokgjörn lífræn leysiefni (VOC).

  • Er ekki eldfimur.

  • Framleiddur hérlendis með endurvinnslu úrgangs.

Notkunarleiðbeiningar:

  1. Úðið efninu á óhreinindin eða vætið tusku með efninu og strjúkið yfir. Fyrir fulla virkni leyfið efninu að virka í 5-10 mínútur.

  2. Sé um mikil eða erfið óhreinindi að ræða er gott að bursta eða nudda þau á meðan efnið er látið virka.

  3. Skolið vel af með vatni.

    Athugið:

    Efnið skilur eftir sig örfilmu sem getur gert gólf og önnur slétt yfirborð hál, en hana má þrífa af með hefðbundinni sápu.

Umhverfisvænn

Olíuhreinsir í mörgum umbúðastærðum

Við seljum Grænni olíuhreinsi í eftirfarandi umbúðastærðum

1 L | 5 L | 20 L | 200 L | 1000 L

Previous
Previous

Tjöruhreinsir

Next
Next

Penslasápa