Af hverju Grænni?

  • Okkar markmið er að hámarka innihald bæði innlendra og umhverfisvænna efnasambanda í Grænni.

    Þannig notum við t.d. umhverfis- og heilsuvæn innihaldsefni sem framleidd eru hérlendis úr úrgangi í stað skaðlegra leysiefna, eins og t.d. terpentínu, sem framleidd eru úr jarðefnaeldsneyti.

  • Grænni inniheldur ekki rokgjörn lífræn leysiefni (“VOC”) líkt og terpentínu sem eru bæði hættuleg umhverfinu og heilsu fólks.

    Grænni brotnar auðveldlega niður í náttúrunni.

    Stór hluti innihaldsefnanna í Grænni eru framleidd með endurvinnslu úrgangs hérlendis og skilar það sér í mun lægra kolefnisspori.

    Svansvottun staðfestir hámarks virkni með lágmarks áhrifum á umhverfi og heilsu.

  • Grænni, sem byggir á íslensku hugviti og tækni, eru nýr valkostur fyrir þau sem vilja nota hreinsiefni sem ekki skaða umhverfið og heilsu.

    Gefn hóf þróun QVIK tækninnar 2018 og hefur áhugi á henni farið ört vaxandi. Með tækninni gefst kostur á framleiðslu efnavöru, eins og hreinsiefna, sem hefur lágmarks áhrif á umhverfi og heilsu og skilur eftir sig lágmarks kolefnisspor.

    QVIK tæknin felur í sér endurvinnslu úrgangsstrauma frá iðnaði og annarri starfsemi og getur einnig fangað og nýtt koldíoxíð úr útblæstri. QVIK tæknin er í stöðugri þróun og stefnum við á að geta fjölgað Grænni hreinsiefnum sem byggja á henni jafnt og þétt í framtíðinni.

  • Til að ná fram markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda tóku evrópsk loftslagslög gildi í júlí 2021. Þar er annars vegar kveðið á um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 og að ESB verði kolefnishlutlaust árið 2050.

    Kröfur varðandi löggjöf í umhverfismálum er að aukast og hvetur fyrirtæki til breytinga, en styður einnig þau fyrirtæki sem vilja hefja þá vegferð að minnka losun.

    Við hvetjum fyrirtæki til að hugsa fram í tímann, vera á undan löggjöfinni, taka ákvarðanir sem minnka losun strax og hætta notkun á skaðlegum og heilsuspillandi efnum.

  • Almenningur er sífellt að verða meðvitaðri um hættuleg efnasambönd sem notuð eru í ýmsar framleiðsluvörur og þau neikvæðu áhrif sem þau valda í umhverfinu og hafa á heilsu okkar. Samt sem áður er fjöldi framleiðsluvara, þ.m.t. hreinsiefni, sem innihalda slík efni á markaði.

    Terpentína, sem er rokgjarnt lífrænt leysiefni, ásamt skyldum efnasamböndum er notuð hérlendis í miklu magni, t.d. til þrifa á ökutækjum. Þessi leyfsiefni eru hættuleg umhverfinu og brotna þar illa niður. Þessi leysiefni auka einnig líkur á krabbameini hjá þeim sem þau nota og geta valdið langvarandi skaða á miðtaugakerfi. Þar að auki er kolefnisspor framleiðslu og notkunar þessara leysiefna stórt þar sem að þau eru unnin úr og með jarðefnaeldsneyti.

    Grænni er án allra slíkra efna og ber Svansvottun. Það er okkar framlag til framtíðarinnar og þín.

A mountain landscape with patches of snow, green moss, and dark volcanic soil under an overcast sky.

Hringrásarhagkerfi er framtíðin

Hringrásarhagkerfið er mikilvægt þegar kemur að því að glíma við eitt stærsta verkefnið sem mannkynið stendur frammi fyrir, sem er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda lífríkið. Með því að nota efni aftur, í hringrás, er hægt að minnka útblástur og minnka ásókn í auðlindir.

Grænar lausnir munu smátt og smátt koma í stað skaðlegra efna sem eru notuð í iðnaði en einnig á heimilum okkar.

Efni sem eru skaðleg heilsu og umhverfinu munu með tíð og tíma heyra sögunni til. 

Sem neytendur þurfum við að breyta hegðun okkar og hugsa um komandi kynslóðir og sem fyrirtæki þurfum við að hugsa út fyrir boxið og vera tilbúin að breyta verkferlum og mynstrum til að vernda umhverfið og heilsu neytenda og framtíð barnanna okkar.

Breytingar eru að gerast rauntíma og við megum engan tíma til missa.

Regluverkið er bara að verða stífara og því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að hugsa fram í tímann og taka ákvarðanir í dag, í stað þess að bregðast við boðum og bönnum þegar þau koma.