Grænni tjöruhreinsir
Kröftugur umhverfisvænn tjöruhreinsir fyrir yfirborð bíla, vinnuvélar og önnur ökutæki og yfirborð.
Tjöruhreinsirinn hentar einnig til að þrífa tjöru og önnur erfið óhreinindi af slitsterku yfirborði eins og á kerrum og öðrum tengivögnum.
Svansvottun staðfestir hámarks virkni með lágmarks áhrifum á umhverfi og heilsu.
Fer vel með bílinn.
Brotnar auðveldlega niður í náttúrunni.
Engin sterk efnalykt.
Góður í bílakjallarann.
Hægt að nota á blautt yfirborð.
Fer vel með merkingar á bílum.
Inniheldur umhverfis- og heilsuvæn efnasambönd.
Inniheldur hvorki terpentínu (“white spirit”) né önnur rokgjörn lífræn leysiefni (VOC).
Er ekki eldfimur.
Framleiddur hérlendis með endurvinnslu úrgangs.
Notkunarleiðbeiningar:
Úðið efninu á blautt eða þurrt yfirborð og leyfið því að virka í a.m.k. 5 mínútur. Passið þó að efnið þorni ekki.
Ef um mikil óhreinindi er að ræða er gott að nudda erfiða bletti með klút eða mjúkum bursta á meðan efnið er að virka.
Skolið vel af með vatni.
Athugið:
Betra er að þvo af laus óhreinindi fyrir tjöruþvott til að tryggja hámarks virkni efnisins
Hrefna Rut - Ólafsvík
“Hef ekki getað notað tjöruhreinsi vegna mikillar lyktar, en þennan get ég notað því hann er nánast lyktarlaus. Nú er ég klár í allan bílaþvottinn.”
Steinn - Hafnarfirði
“Frábær tjöruhreinsir sem virkar og lætur ekki bílakjallarann okkar anga af terpentínu.”
Tómas - Kópavogi
“Ég hef notað umhverfisvæna tjöruhreinsinn frá Grænni sem hefur reynst mjög vel á bílinn minn. Fyrir utan að vera umhverfisvænn, sem er mjög mikilvægt að horfa til, þá er hann nánast lyktarlaus miðað við aðra tjöruhreinsa, ekki sama "spíralyktin", sem kemur sér mjög vel þar sem ég þríf bílinn í samnýttum bílakjallara og hefur lyktin stundum farið fyrir brjóstið á nágrönnum mínum. Gæti ekki verið sáttari, hreinni bíll á umhverfisvænni máta og glaðir nágrannar”
Grænni tjöruhreinsir fjarlægir tjöru á áhrifaríkan hátt:
Samanburðurinn sýnir hvernig Grænni tjöruhreinsir (til vinstri) losar tjöruóhreinindi af lökkuðu yfirborði og gufar ekki upp. Hefðbundinn tjöruhreinsir (til hægri) sem byggir á terpentínu leysir hins vegar upp óhreinindin sem síðan leka niður á meðan terpentínan gufar að hluta upp. Báðir skila sama árangri.
Umhverfisvænn
Tjöruhreinsir í mörgum umbúðastærðum
Við seljum Grænni tjöruhreinsi í eftirfarandi umbúðastærðum
1 L | 5 L | 20 L | 200 L | 1000 L