Grænni felguhreinsir

Kröftugt, léttsúrt og svansvottað hreinsiefni fyrir felgur bíla, annarra ökutækja og vinnuvéla.

Hreinsiefnið vinnur vel jafnt á bremsuryki, ryði og tjöru sem og öðrum óhreinindum sem jafnan safnast á felgur.

  • Svansvottun staðferstir hámarks virkni með lágmarks áhrifum á umhverfi og heilsu.

  • Brotnar auðveldlega niður í náttúrunni.

  • Engin sterk efnalykt.

  • Inniheldur umhverfis- og heilsuvæn efnasambönd.

  • Inniheldur hvorki terpentínu (“white spirit”) né önnur rokgjörn lífræn leysiefni (VOC).

  • Er ekki eldfimur.

  • Framleiddur hérlendis með endurvinnslu úrgangs.

Notkunarleiðbeiningar:

1. Fyrir bestu virkni skal úða efninu á og leyfa því að virka í a.m.k. 2 mínútur. Gætið þess þó að efnið þorni ekki.

2. Nuddið með felgubursta, tusku eða svampi.

3. Skolið vel af með vatni.

4. Mælst er til þess að efnið sé eingöngu notað þar sem loftræsting er góð.

Umhverfisvænn

Felguhreinsir í mörgum umbúðastærðum

Við seljum Grænni felguhreinsi í eftirfarandi umbúðastærðum

1 L | 5 L | 20 L | 200 L | 1000 L

Previous
Previous

Ofna- og grillhreinsir

Next
Next

Bílasápa