Grænni bílasápa
Háfreyðandi, pH-hlutlaus svansvottuð bílasápa fyrir þrif á bílum og öðrum ökutækjum eins og vinnuvélum, bifhjólum og tengivögnum.
Efnið hentar jafnt til þrifa með þvottaklút/-hanska, svampi eða til kvoðunar.
Svansvottun staðferstir hámarks virkni með lágmarks áhrifum á umhverfi og heilsu.
Freyðir mjög vel.
Brotnar auðveldlega niður í náttúrunni.
Engin sterk efnalykt.
Góð í bílakjallarann.
Inniheldur umhverfis- og heilsuvæn efnasambönd.
Framleidd hérlendis.
Notkunarleiðbeiningar:
Útbúið 1-10% blöndu af efninu í fötu eða kvoðukönnu. Þetta samsvarar 1-10 dL af efninu í 10 L af vatni.
Berið blönduna á yfirborðið og farið yfir með þvottaklút/-hanska eða svampi
Skolið ökutækið með vatnsbunu eða vægum háþrýstiþvotti.
Þurrkið yfirborðið með t.d. vaskaskinni eða örtrefjaklút.
Athugið:
Ef forþvottur og/eða tjöruhreinsun, með t.d. Grænni sterkri bílasápu og/eða Grænni tjöruhreinsi, er ekki hluti af þrifunum geta laus óhreinindi á yfirborði valdið rispum á lakki og því er mikilvægt að þau fái ekki að safnast í þvottaklút/-hanska eða svamp.

Umhverfisvænn
Bílasápa í mörgum umbúðastærðum
Við seljum Grænni bílasápu í eftirfarandi umbúðastærðum
1 L | 5 L | 20 L | 200 L | 1000 L