Grænni sterk bílasápa

Grænni bílasápa sterk, er svansvottuð háfreyðandi alkalísk bílasápa (“pre-wash”) ætluð til forþvottar og þrifa á bifreiðum og öðrum ökutækjum, auk þess er hægt að nota hana til þrifa á öðrum yfirborðum eins og t.d. tengivögnum.

Bæði er hægt að nota hreinsiefnið sem fyrsta skref í þvottinum, samhliða eða á eftir tjöruhreinsun, eða í stað tjöruhreinsunar. Val á notkun fer m.a. eftir óhreinindum og magni þeirra á yfirborðinu.

  • Svansvottun staðfestir hámarks virkni með lágmarks áhrifum á umhverfi og heilsu.

  • Freyðir mjög vel.

  • Vinnur vel á flugum og öðrum prótínríkum óhreinindum.

  • Engin sterk efnalykt.

  • Er auðniðurbrjótanleg í náttúrunni.

  • Framleidd hérlendis.

Notkunarleiðbeiningar:

  1. Útbúið 1-10% blöndu af efninu í fötu eða kvoðukönnu. Þetta samsvarar 1-10 dL af efninu í 10 L af vatni.

  2. Berið blönduna á yfirborðið og látið virka í a.m.k. 2 mínútur. Ef efnið er borið á með þvottaklút/-hanska eða svampi skal gæta þess að draga ekki óhreinindi eftir lakki því það getur valdið rispum.

  3. Skolið yfirborðið með vatnsbunu eða vægum háþrýstiþvotti.

    Athugið:
    Ef um er ræða síðasta skrefið í þrifunum áður en yfirborðið er skolað og þurrkað er mælt með að endurtaka skref 2 að ofan og nota þá þvottaklút/-hanska eða svamp.

Umhverfisvænn

Sterk bílasápa í mörgum umbúðastærðum

Við seljum Grænni sterka bílasápu í eftirfarandi umbúðastærðum

5 L | 20 L | 200 L | 1000 L

Previous
Previous

Bílasápa