Kuðungurinn 2022

Gefn, framleiðandi GRÆNNI hlaut Kuðunginn árið 2022.

Kuðungurinn, umhverfisviðurkenning umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins var veittur við hátíðlega athöfn á Kaffi Flóru í dag. Gefn fékk Kuðung í flokki smærra fyrirtækja fyr­ir framúrsk­ar­andi starf í um­hverf­is­mál­um.

Frá móttöku Kuðungsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ásamt fulltrúum Gefn sem hlutu Kuðunginn 2022 í flokki smærri fyrirtækja

Í rökstuðningi dómnefndar kom meðal annars fram: "Jafnframt því að færa á markað byltingarkennda tækni og umhverfisvænar vörur er Gefn að sýna ábyrgð í umhverfismálum með því að halda grænt bókhald sem þau hafa gert frá upphafi og er kolefnisjöfnun starfseminnar og starfsmanna í samþykktum félagsins."

Það var því mat dómnefndar að nýsköpun á borð við GRÆNNI geti stuðlað að miklum framförum í umhverfismálum þar sem hún feli í sér að hægt sé að skipta út jarðefnaeldsneyti og öðrum óumhverfisvænum og skaðlegum efnum í vörum fyrir umhverfisvænni og heilsuvænlegri kost.

Ásgeir Ívarsson, stofnandi Gefnar

Verum GRÆNNI með Gefn

Previous
Previous

GTS og GRÆNNI