GTS og GRÆNNI
Það má segja að rútufloti GTS geti ekki orðið mikið grænni!
það er vonandi innblástur fyrir aðra að sjá GTS stíga fram og sýna með raunverulegum aðgerðum hvernig hægt er að reka stóran rútuflota á ábyrgan og umhverfisvænan hátt
Sigtryggur Einarsson
GTS leggur áherslu á græna orku og hefur gert ýmislegt í sinni starfsemi til að draga úr mengun og gera reksturinn umhverfisvænan og hluti af því var að skipta út hefðbundnum hreinsiefnum yfir í GRÆNNI hreinsiefni sem eru Svansmerkt og án skaðlegra efna.
Ragna Björg Ársælsdóttir og Sigtryggur Einarsson
Að nota umhverfisvæn bílahreinsiefni skiptir GTS sérlega miklu máli þar sem fráveita þvottastöðva GTS á Selfossi rennur út í Ölfusá og með þessum ákvörðunum sýnir GTS að umhyggja fyrir náttúrunni og að ábyrgur rekstur og umhverfisvænar lausnir geta gengið hönd í hönd