
Veldu Grænni hreinsiefnin fyrir gæðin, umhverfið og heilsuna
Grænni hreinsiefnin eru einstök, Svansvottuð umhverfis- og heilsuvæn vara sem byggir á íslensku hugviti og tækni
Vörur
Grænni tjöruhreinsir
1 L | 5 L | 20 L | 200 L | 1000 L
Grænni olíuhreinsir
1 L | 5 L | 20 L | 200 L | 1000 L
Grænni penslasápa
1 L | 5 L | 20 L | 200 L | 1000 L
Öll Grænni hreinsiefnin eru Svansvottuð
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og ein strangasta umhverfisvottun í heimi.
Við þróun Grænni hreinsiefnanna eru viðmið Svansins höfð að leiðarljósi og er Svansvottun punkturinn yfir i-ið í þróunarferlinu. Þannig er tryggt og staðfest að varan sé betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Viðmið Svansins taka til allra þátta sem hafa áhrif á umhverfið í lífsferli vörunnar - svo sem uppruna hráefna, framleiðsluaðferðir, notkun og virkni hreinsiefnisins, og endurnotkun og endurvinnslu umbúða.
Á þessum lista á vef Svansins er að finna vöruheiti allra Grænni hreinsiefnanna.

Við nýtum QVIK tækni Gefnar við framleiðslu Grænni hreinsiefnanna
Gefn þróar efnaferli sem umbreyta úrgangi og útblæstri í græn og verðmæt efnasambönd sem geta komið í stað jarðefnaeldsneytis sem hráefni í hvers konar efnavöru.
Þegar Grænni hreinsiefni ber QVIK merkið byggir það á QVIK tækninni.
Grænni hreinsiefnin eru ekki skaðleg umhverfinu og geta ekki valdið alvarlegum heilsuskaða líkt og margar samkeppnisvörur.
Þess vegna bera Grænni hreinsiefnin aldrei hættumerkin að neðan, en þau er að finna á fjölda algengra hreinsiefna eins og t.d. flestum hefðbundnum tjöruhreinsum og olíuhreinsum.
-
Skaðlegt umhverfinu
Þetta merki þýðir eitt af eftirfarandi:Mjög eitrað lífi í vatni.
Eitrað lífi í vatni, hefur langvinn áhrif.
Skaðlegt lífi í vatni, hefur langvinn áhrif.
Getur valdið langvinnum og skaðlegum áhrifum á líf í vatni.
-
Alvarlegur heilsuskaði
Þetta merki þýðir a.m.k. eitt af eftirfarandi:Getur verið banvænt við inntöku.
Getur valdið krabbameini við innöndun.
Getur valdið erfðagalla.
Getur valdið ofnæmis- eða asmaeinkennum eða öndunarerfiðleikum við innöndun.
Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi eða börn í móðurkviði.